- Advertisement -

Bláköld lygi Bjarna Benediktssonar

- þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson skilur ekki hvers vegna Bjarni er forsætisráðherra.

Björn Leví Gunnarsson:
„Væntanlegir samstarfsflokkar sögðu að hann ætti að njóta vafans. Síðan þá hefur vafanum verið eytt.“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, skrifar í kvöld að hann skilji ekki hvers vegna Bjarni Benediktsson kemst upp með að vera ráðherra; „…hvað þá forsætisráðherra.“

„Það er mjög vel skjalfest að skýrsla um eignir í skattaskjólum var komin í ráðuneyti BB og að fullu tilbúin og kynnt fyrir BB þann 5. október. Samt sagði BB í viðtali við RÚV að skýrslan hefði ekki verið komin í endanlegri mynd fyrr en þing var farið heim. Þetta er bláköld lygi sem var strax afhjúpuð og varð þá að „ónákvæmri tímalínu“.“

„Vissulega eru stundum vafamál og ekki fullnægjandi upplýsingar,“ skrifar Björn Leví. „Í þessu máli er hins vegar hægt að rekja slóð skýrslunnar og meðferð BB á henni frá viðtöku, kynningu, umræðu í þingi til lygi á mjög skýran og óvéfengjanlegan hátt. Væntanlegir samstarfsflokkar sögðu að hann ætti að njóta vafans. Síðan þá hefur vafanum verið eytt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: