- Advertisement -

Blekking Framsóknar og vanhæfi Dags

Sumar skýringar hans eru svo fráleitar að stórundarlegt er að um þær geti myndast nokkur meirihluti í borgarstjórn.

Davíð Oddsson.

Borgarstjórinn fyrrverandi og fyrrverandi forsætisráðherra er hér ómyrkur í máli:

„Það er beinlínis hryggilegt að horfa upp á hvernig Dagur B. Eggertsson hefur kafsiglt höfuðborgina, en augljóst er af skýringum hans, að hann hefur ekki haft nein tök á fjármálum borgarinnar frá því að hann settist í stól borgarstjóra, né virðist hann hafa haft almennan skilning á út á hvað þau gengu. Sumar skýringar hans eru svo fráleitar að stórundarlegt er að um þær geti myndast nokkur meirihluti í borgarstjórn. Þá er ekki síður dapurlegt að horfa upp á að ekkert hefur reynst að marka yfirlýsingar Sigurðar Inga, ráðherra og formanns Framsóknarflokks, sem hann og Einar Þorsteinsson gáfu í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga og Sigurður Ingi þar á undan í aðdraganda alþingiskosninga. Nú er augljóst orðið að þar voru kjósendur illa blekktir og það viljandi,“ segir í Reykjavíkurbréfi Davíðs Oddssonar.

Hann gefur þeim þremur ekki háa einkun.

Eitt stærsta svindlmál og lóðabrask í sögu borgarinnar hefur ekki enn fengið neina slíka opna umræðu.

„Það er alveg nýtt í tiltölulega stuttri stjórnmálasögu að mönnum sé nánast sama um hvað þeir glenna framan í almenning sem forsendur kosninga og gera svo ekkert með. Það var raunar skelfilegur barnaskapur af manni sem taldist hafa unnið óvæntan kosningasigur í borgarstjórn að tryggja manninum sem svo illa hafði farið með höfuðborgina að halda áfram í meirihluta og ekki nóg með það, að klára að rústa svo fjárhag hennar að ekkert er eftir, þegar „maður breytinganna“ ætlar að „taka við“ og láta þann sama sitja sem oddvita borgarráðs svo engin tök verða á að rannsaka þau hneykslismál, þar sem stórbrotnir fjármunir eru færðir í skjóli „trúnaðarmáls“ án nokkurrar umræðu í borgarstjórn. Öll mál, ef barnaverndarmál og önnur af því tagi eru frá talin, skal ræða fyrir opnum tjöldum. En eitt stærsta svindlmál og lóðabrask í sögu borgarinnar hefur ekki enn fengið neina slíka opna umræðu. En það sýnir einnig því miður, að mjög er þörf á að öflugir fulltrúar almennings setjist sem fyrst í borgarstjórnina. En á því verður sjálfsagt bið.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: