- Advertisement -

Bókun 35: Alþingi á alltaf síðasta orðið

„Í henni felst þjóðréttarleg skuldbinding sem hefur ekki haggast.“

Bjarni Benediktsson.

„Í þessari skýrslu er ætlað að setja í samhengi frumvarpið sem lagt var fram á fyrra þingi og dýpka umræðu um það mál. Þetta er sannarlega mikilvæg umræða og ég ætla að fá að lýsa því sjónarmiði mínu hér að það hefur oft á tíðum því miður gerst að okkur mistekst að ræða af einhverri yfirvegun og á dýptina stór álitamál og mikilvæg, einfaldlega vegna þess að umræðan hefst með tillögugerð og þar með fara allir ofan í einhverjar skotgrafir og svo blandast málin hérna inni í þinglokasamninga og við komumst aldrei á dýptina í umræðunni og það fara aldrei fram málefnaleg skoðanaskipti um það sem helstu máli skiptir. Við því má stundum bregðast með því einfaldlega að ræða málið á breiðum grundvelli án þess að fyrir þinginu liggi nákvæmlega útfærð tillaga og þaðan í raun og veru sprettur hugmyndin um að leggja hér fram þessa skýrslu,“ sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra í ræðu á Alþingi þar sem rætt var um bókun 35.

Hér er hægt að lesa alla skýrslu Bjarna.

Aðeins síðar sagði Bjarni:

„Ólíkt því sem gildir innan Evrópusambandsins fá EES-reglur ekki lagagildi eftir upptöku í EES-samninginn og lögfestingu á Alþingi eða innleiðingu stjórnvalda samkvæmt heimild Alþingis. Með þessu er ég að vísa til þess að við höfum verið að byggja á tveggja stoða kerfi og um inntak bókunar 35 var samið við gerð EES-samningsins. Í henni felst þjóðréttarleg skuldbinding sem hefur ekki haggast. Þrátt fyrir bókunina á Alþingi alltaf síðasta orðið um hvaða lög gilda í landinu. Þetta er algjört grundvallaratriði. Það er enginn að leggja til að því sé breytt. Í frumvarpinu sem hér lá áður fyrir var enda alltaf talað um gerðir sem réttilega hafa verið innleiddar í íslenskan rétt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: