- Advertisement -

Borga 20 milljónir en fá 400 milljónir króna – í boði Sjálfstæðisflokksins

Gunnar I. Birgisson.

Gunnar I. Birgisson skrifar í Moggann í dag. Hluti greinar Gunnars fjallar um kvótakerfið. Gunnar hefur skipt um skoðun hvað það varðar:

„Kvóta­kerfið er vin­sælt deilu­efni meðal þjóðar­inn­ar og sitt sýn­ist hverj­um. Ég hef verið dygg­ur stuðnings­maður þessa kerf­is og stutt með ráðum og dáð. Nú eru hins veg­ar farn­ar að renna á mig tvær grím­ur,“ skrifar þessi fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

„Veiðiheim­ild­um er út­hlutað af rík­inu til út­gerðanna til mjög langs tíma, á ríf­lega 10 krón­ur fyr­ir hvert þorskí­gildis­kíló. Veiðiskylda út­gerðanna er á bil­inu 50-70% og út­gerðirn­ar geta því fram­leigt 30-50% af út­hlutuðum afla­heim­ild­um til annarra kvóta­lít­illa eða kvóta­lausra út­gerða. En þá kem­ur að merg máls­ins, leigu­verðið á þess­um væg­ast sagt skrítna markaði er í kring­um 200 krón­ur á hvert þorskí­gildis­kíló. Ég tel að þetta hafi aldrei verið mein­ing­in með kvóta­kerf­inu,“ segir Gunnar og svo þetta:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aug­ljós­lega er hag­kvæm­ara að leigja frá sér kvóta en veiða.

„Tök­um dæmi; út­gerð sem aðallega er með upp­sjáv­ar­kvóta og einnig botn­fiskkvóta get­ur leigt botn­fiskkvót­ann frá sér. Tvö þúsund þorskí­gildist­onn gefa 400 millj­ón­ir í leigu­tekj­ur á ári, en greiðsla til rík­is­ins er 20 millj­ón­ir, þannig að nettó-ávinn­ing­ur­inn fyr­ir út­gerðina er 380 millj­ón­ir króna. Það er því aug­ljós­lega hag­kvæm­ara að leigja frá sér kvóta en veiða.“

Og: „Breyta þarf til­hög­un kvóta­kerf­is­ins til að skipt­ing­in verði sann­gjarn­ari fyr­ir rík­is­sjóð í slík­um til­fell­um. Þetta er því miður í boði míns flokks, Sjálf­stæðis­flokks­ins.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: