- Advertisement -

Borgarbúar sagðir hafa viljað sjá Dag í beinni

Segir fundi Dags hafa kostað borgina fimm milljónir.

„Vegna framlagningar kostnaðar vegna funda borgarstjóra á fyrri hluta árs 2018, þá er eðlilegt að streyma slíkum fundum til borgarbúa, í því liggur stærsti hluti  kostnaðar. Það er krafa borgarbúa að geta fylgst með fjarri fundarstaðar, lýðræðið kostar en mikilvægt er að reyna að ná sem bestum samningum hvað varðar slíkan kostnað,“ segir í bókun Samfylkingarinnar á fundi forsætisnefndar Reykjavíkur.

Tilefnið var gagnrýni frá Vigdísi Huksdóttur á kostnað vegna funda sem Dagur B. Eggertsson hélt, á kostnað borgarsjóðs, fyrir kosningarnar í fyrra.

„Borgarstjóri fór í mikla fundarherferð í aðdraganda síðustu kosninga og notaði til þess opinbert fé. Nú hefur komið í ljós að notaðar voru 5 milljónir af útsvarsgreiðslum Reykvíkinga í miðri kosningabaráttu. Um 1,2 milljón fóru í auglýsingakostnað og 2,4 milljónir í hljóðkerfi, upptökur og streymi. Veitingar og framleiðsla voru tæpar 1,3 milljón,“ segir í bókun Vigdísar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: