- Advertisement -

Borgarlínan sóknarfæri Miðflokks?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er meira en formaður síns flokks. Hann er flokkurinn.

Meðan Miðflokkurinn stundaði málþóf um orkupakkann jókst fylg flokksins umtalsvert. Síðan hefur hallað undan fæti. Góð ráð voru dýr. Borgarlinan kom sem himnasending. Að mati Miðflokks. Því var lagt af stað í nýtt málþóf.

Borgarlínan varð fyrir valinu. Vitað er að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks er ósamstíga í flestu. Ekki síst hvað varðar borgarlínuna. Þar þóttist Miðflokkur sjá sóknarfæri. Í þessum skrifuðum orðum er neyðarfundur á Alþingi þar sem reynt verður að telja Miðflokki hughvarf.

Ekki er nokkur einasta leið að trúa því eitt augnablik að allir þingmenn Miðflokksins séu eins mikið á móti borgarlínu og þeir vilja vera láta. Bara alls ekki. Seint í dag varð Karl Gauti Hjaltason bálreiður í pontu. Hverju hann varð svo reiður er erfitt að átta sig á. kannski varð hann reiður sjálfum sér að taka þátt í þessu öllu saman.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er meira en formaður síns flokks. Hann er flokkurinn. Allt snýst þetta um hvaða úthald hann hefur. Eða hvort hann nær viðunandi samningum við ríkisstjórnina. Sem yrði aumur endir fyrir hann. Hann er á atkvæðaveiðum. Til þess er málþófið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: