- Advertisement -

Borgarráð hlustaði ekki á innkauparáð

Bragginn verður enn á dagskrá borgarráðs í dag.

Braggamálið verður eflaust fyrirferðarmikið á borgarráðsfundi í dag. Eðlilega hefur málið verið margrætt í innkauparáði.

Á fundi ráðsins bókuðu fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata ánægju sína og gleði yfir; „…því umbótarferli sem þegar er hafið á stjórnkerfi borgarinnar og þeim úrbótum á hlutverki og heimildum innkauparáðs sem vænta má að verði hluti af því.“

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill efla innkauparáð. „Í þeim tilgangi að styrkja ráðið í störfum sínum og auðvelda því eftirlitshlutverk sitt er lagt til að kjörnum fulltrúum verði fjölgað í ráðinu úr þremur í fimm,“ segir í bókun hans.

Borgarráð ræðir þessi mál í dag. En meðal annars hefur komið fram að borgarráð lagði ekki við hlustir þegar innkauparáð gerði athugasemdir vegna Braggans.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: