- Advertisement -

Borgin kýs „reddingar“ fyrir fátæk börn

Hvernig skyldi þeim foreldrum og þeim börnum líða í þessum sporum?

„Þegar upp koma erfið mál þar sem foreldrar hafa ekki ráð á að greiða aukagjöld er reynt að leysa þau með einhverjum reddingum,“ segir í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, á síðasta borgarstjórnarfundi.

Kolbrún hefur áhyggjur af fátækum börnum sem kunna að verða útundan í félagslífi þar sem þarf að borga þátttökugjald. Sem allir foreldrar geta ekki.

„Samkvæmt gögnum hjá skóla- og frístundasviði sitja börn í reykvískum grunnskólum ekki við sama borð þegar kemur að þátttöku í hinum ýmsu verkefnum og viðburðum þegar greiða þarf sérstakt þátttökugjald. Fjölskyldur í efnahagsþrengingum geta ekki veitt börnum sínum það sama og betur stæðir foreldrar. Skuldir og fjárhagsstaða foreldra eiga ekki að bitna á börnum,“ segir Kolbrún.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…þá er alltaf leitast við að leysa málin farsællega.“

„Einhver óreiða er í þessum málum. Þegar upp koma erfið mál þar sem foreldrar hafa ekki ráð á að greiða aukagjöld er reynt að leysa þau með einhverjum reddingum. Oft þarf að leita í einhverja varasjóði.  Hvernig skyldi þeim foreldrum og þeim börnum líða í þessum sporum? Fullnægjandi greiningar liggja ekki fyrir hvernig þessu er háttað. Sagt er að skólinn greiði en að fjármögnun milli skóla geti verið mismunandi. Hvað er átt við? Svo eiga fjáraflanir að redda málum. Það á ekki að þurfa að treysta á slíkt. Skóla- og velferðarkerfi borgarinnar treystir um og of á að aðrir bjargi málum, hjálparsamtök og safnanir.“

Fulltrúar meirihlutans deila ekki áhyggjunum með Kolbrúnu:

„Greiningar liggja nú þegar fyrir inn á skóla- og frístundasviði um heildarkostnað við ýmiskonar viðburði innan skólanna í borginni. Fyrirkomulag slíkra ferða er með ýmsum hætti. Til dæmis greiðir skólinn í nær öllum tilfellum stóran hluta kostnaðar ýmissa viðburða þótt fjármögnun milli skóla geti verið mismunandi. Í vissum tilfellum er um samstarf foreldra, nemenda og skóla, með fjáröflunum ef um er að ræða ferðalög með gistingu. Þá er rétt að taka fram að innheimta skal gjöld af foreldrum vegna gistiferða samkvæmt leiðbeiningum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Ef upp koma einstök tilfelli þar sem fjárhagur foreldra er hamlandi þáttur, þá er alltaf leitast við að leysa málin farsællega.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: