- Advertisement -

Borgin veðjaði á verktakana — og tapaði

Stefna borgarinnar og verktakanna sem hún fól uppbygging borgarinnar sitja því uppi með tóm hús og fyrirsjáanlegt tap. Sem þau hafa unnið fyrir.

Gunnar Smári skrifar:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verðið er ekki að lækka þrátt fyrir aukið aðgengi að lánsfé (lækkun vaxta) vegna atvinnuleysis. Verðið lækkar vegna offramboðs á tiltekinni tegund íbúða; rándýrum blokkaríbúðum niður í bæ. Ríkt fólk vill ekki kaupa blokkaríbúðir á einbýlishúsaverði, sem hefur mátt þola húsnæðiskreppuna frá 2011. Þau sem hafa glímt við heimilisleysi eða sitja föst í leiguhúsnæði með okurleigu, búa hjá vinum eða ættingjum eða í óviðunandi og heilsuspillandi húsnæði. Það fólk er mest ungt fólk, barnafólk, láglaunafólk, innflytjendur, öryrkjar, eftirlaunafólk og annað sem ekki bað um húsnæði sem kostar 700-1000 þús. kr. fermetrinn.

En borgaryfirvöld ákváðu að treysta á markaðinn og fela honum uppbygging húsnæðis í borginni. Niðurstaðan er áframhaldandi húsnæðiskreppa fyrir hina verr settu. Það er of mikið byggt í Reykjavík, en allt of lítið í Hinni Reykjavík, þar sem fólkið býr sem borgaryfirvöld sjá ekki og reiknar ekki með í borginni sem þau byggja.


Borgaryfirvöld gátu ekki hugsað sér að byggja yfir fátækari hluta borgarinnar á þéttingareitunum niður í bæ, fannst það ekki fólk nógu fínt fyrir framtíðarborgina sem þau sáu fyrir sér. Stefna borgarinnar og verktakanna sem hún fól uppbygging borgarinnar sitja því uppi með tóm hús og fyrirsjáanlegt tap. Sem þau hafa unnið fyrir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: