- Advertisement -

Börn­in eru af­gangs­stærðir á heim­il­un­um

Það er engu lík­ara en marg­ir for­eldr­ar telji sig hafa meira vit á skóla­starf­inu en kenn­ar­arn­ir.

Guðmundur Oddsson, margreyndur skólastjóri, skrifar grein í Mogga dagsins. Þar fjallar um hann um PISA könnunina en sendir einnig foreldrum barna væna sneið:

„Þá eru af­skipti for­eldra af skóla­starf­inu orðin svo mik­il að engu tali tek­ur. Það er engu lík­ara en marg­ir for­eldr­ar telji sig hafa meira vit á skóla­starf­inu en kenn­ar­arn­ir. Fyr­ir mér er það álíka lík­legt og að farþegar í flug­vél færu fram í flug­stjórn­ar­klefa til að segja flug­stjór­an­um hvernig hann ætti að fljúga vél­inni.

For­eldr­ar verða að gefa sér tíma til að ala börn­in sín upp og kenna þeim al­menna mannasiði. Mér finnst sem börn­in séu alltof oft af­gangs­stærðir á heim­il­un­um. Vinn­an og lífs­gæðakapp­hlaupið eru sett ofar öllu öðru. Skól­arn­ir spilla ekki börn­un­um og það er með öllu óþolandi að kenna þeim um ef nem­end­ur vill­ast af réttri leið. Þar verða for­eldr­ar að líta sér nær og gefa sér meiri tíma við upp­eldið. Það er nefni­lega alltof auðvelt að kenna stöðugt ein­hverj­um öðrum um ef illa fer. Mín ráðlegg­ing til for­eldra er því mjög ein­föld: Sjáið um að krökk­un­um líði vel og látið þau finna að ykk­ur þyki vænt um þau og hættið að hlaupa upp til handa og fóta þó eitt­hvað komi upp á í skól­an­um. Það er bara eðli­legt og hef­ur gerst í ár­anna rás.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: