- Advertisement -

Börnum refsað vegna vanskila foreldra

Hugsanlega líður foreldrum mjög illa yfir að skulda.

„Það hlýtur að vera öllum ljóst að barn á ekki að líða fyrir aðgerðaleysi foreldris sem semur ekki um skuld vegna frístundaheimilis. Hafa skal í huga að gildar ástæður kunna að vera fyrir því að skuldari aðhafist ekkert. Um ástæður er einfaldlega ekki alltaf hægt að vita,“ bókaði hún.

Þetta bókaði Kolbrún Baldursdóttur á síðasta fundi borgarráðs.

„Að barn þurfi að gjalda fyrir aðgerðir eða aðgerðaleysi foreldris sem hér er í stöðu skuldara er óásættanlegt. Hugsanlega líður skuldara mjög illa yfir að skulda og skortir kjark til að hafa samband og aðhafast eitthvað. Ástæður geta verið fjölmargar eins og gengur. Borgarfulltrúi Flokks fólksins gerir þá kröfu til borgaryfirvalda að undir engum kringumstæðum sé barn rekið úr frístundastarfi jafnvel þótt foreldri/skuldari aðhafist ekkert vegna skuldar vegna vistunar barns á frístundaheimili,“ segir einnig í bókuninni.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Teljist viðkomandi ekki hafa greiðslugetu getur afskriftarnefnd samþykkt að skuldin verði endanlega felld niður.

Borgarráðsfulltrúar meirihlutans svöruðu að bragði:

„Eins og fram kemur í svari skóla- og frístundasviðs þá eru alltaf leiðir í boði. Hægt er að greiða skuldina upp, semja um skuldina og greiða hana upp á ákveðnum tíma eða fara í gegnum verklag velferðarsviðs og skóla- og frístundasviðs þar sem tvennt er í boði. Annars vegar getur viðkomandi talist með greiðslugetu og þá er gert samkomulag um greiðslugetu. Teljist viðkomandi ekki hafa greiðslugetu getur afskriftarnefnd samþykkt að skuldin verði endanlega felld niður. Þá skal því haldið til haga að frístundakortið getur dekkað kostnað vegna frístundaheimilis, um 50.000 kr. á ári.“

Á meðan gjalda börnin fyrir aðgerðarleysis foreldra eða meðan málið fer á milli skrifborð á kontórum borgarinnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: