- Advertisement -

Brestir í röðum stjórnarinnar

Stjórnmál Heimildir herma að brestir séu í röðum ráðherra hver aðkoma ríkisstjórnarinnar skuli vera við gerð kjarasamninga. Búist var við að ríkisstjórnin opnaði á hækkun persónuafsláttar. Nú er sögð mikil óvissa um hvort svo verði. Sömu heimildir herma að ríkisstjórnin sýni á spilin í lok vikunnar. 

Aðkoma ríkisstjórnarinnar var rædd á Alþingi í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði að ríkisstjórnin væri tilbúin að koma að viðræðum aðila vinnumarkaðarins á þann hátt sem mætti verða til þess að kjarasamningarnir skiluðu sem mestri kaupmáttaraukningu, en þó sérstaklega til fólks með millitekjur og lægri tekjur.

„Þar verða menn hins vegar að líta til þess hver verður niðurstaða hjá þeim aðilum sem eru í viðræðum vegna þess að menn hljóta að þurfa að laga aðkomu ríkisins að því sem kemur út úr því. Þar af leiðandi er ómögulegt, virðulegur forseti, að lýsa því yfir fyrir fram að aðgerðir eða innkoma ríkisvaldsins verði með tilteknum hætti á meðan menn sjá ekki til lands, vita ekki hvað aðilarnir semja um. Þá getur viðbót frá ríkisvaldinu jafnvel orðið til þess að auka við hugsanleg neikvæð áhrif kjarasamninga. Þá á ég við til að mynda verðbólguþrýsting. Það viljum við ekki. Við viljum að kjarasamningarnir skili raunverulegum kjarabótum en verði ekki til þess að hér fari verðbólgubálið aftur á fulla ferð,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í gær.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: