- Advertisement -

Breytir brennivínið öllu?

Því eru Ítalir og Spánverjar heilbrigðastir?

Þingmenn karpa nú, sem svo oft áður, hvort áfengi eigi að selja í venjulegum verslunum, eða hvort áfram verði það áfram selt í til þess gerðum verslunum.

„Í umræðu sem þessari er alltaf slengt fram ýmsum fullyrðingum. Algeng fullyrðing er að aukið aðgengi muni auka verulega drykkju og afleiðingar drykkju. Þegar maður fer að rýna í einhverjar vísindalegar niðurstöður í þessu þá eru þær bara mjög takmarkaðar og ég hef aldrei séð neina alvörukönnun,“ sagði Brynjar Níelsson.

„Svo horfir maður einhverjar staðreyndir á Íslandi þar sem aðgengi hefur aukist mjög mikið en drykkja ákveðinna hópa hefur samt minnkað. Það er því ekki sjálfgefið að samasemmerki sé þarna á milli. En vegna þess að menn segja að aukið aðgengi muni auka einhverja drykkju þá sá ég nýlega frétt í virtum fjölmiðli þar sem nefnd var niðurstaða rannsóknar um hvaða þjóðir væru heilbrigðastar. Tvær þjóðir voru þar í efstu sætum, Spánn og Ítalía,“ sagði Brynjar og beindi spurningu til félaga síns í baklandi ríkisstjórnarinnar, Ólafs Þórs Gunnarssonar.

„Kannski háttvirtur þingmaður geti upplýst okkur um hvernig aðgengið er að áfengi þar.“

Ekki stóð á svarinu: „Það er nefnilega hægt að taka út afmarkaða þætti í einhverju tilteknu samfélagi og halda því fram að tiltekinn afmarkaður þáttur hafi umtalsverð áhrif á hvernig því samfélagi farnist. Þarna verðum við að horfa á heildarsamhengið. Ef við horfum til að mynda á, við skulum segja lífslíkur í samfélögum, þá kemur fram að Ítalir lifa skemur en Spánverjar. Hins vegar vitum við að áfengisneysla í þeim löndum og aðgengi að áfengi er ágætt.

Ef við horfum á aðra þætti, eins og til að mynda ungbarnadauða eða bólusetningartíðni þá er hún óvíða hærri en á Íslandi og ungbarnadauði óvíða lægri. Það er einhvern veginn ekki hægt að taka út áfengið og segja, já það er brennivínið sem breytir öllu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: