- Advertisement -

Brynjar beit sig til blóðs

„Ég þurfti að bíta svo oft í tunguna á mér í þessari umræðu að ég er alblóðugur, og ég bara skil ekki þessa umræðu,“ sagði varaþingmaðurinn og aðstoðar maður Jóns Gunnarssonar, á Alþingi í gær, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Björn Leví Pírati kallaði fram í: „Þú skilur ekki ýmislegt.“

„Nei, og ég mun aldrei skilja þig, háttvirtur þingmaður,“ svaraði Brynjar og hélt svo áfram. „Þessi gögn eru ekki til. Þingið getur ekki krafist gagna sem eru ekki til en það getur krafist gagna þegar þau eru til. Hvað er svona flókið við þetta?

Þingið á engan rétt því að stjórnsýslan eða framkvæmdarvaldið fari í einhverja vinnu þegar það vill það. Nei, það er hvergi í lögum og það dettur engum í hug að hafa það í lögum, ekki frekar en þið getið krafist þess að fá eitthvað strax. Það er bara farið eftir lögum og það er mikilvægt að farið sé eftir réttum lögum, að allt sé gert eftir eðlilegri stjórnsýslu. Það fá allir þessi gögn fyrr eða síðar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: