- Advertisement -

Brynjar, skattgreiðendur og fjölmiðlar

Brynja Níelsson á sér fá sína líka. Sem betur fer kann einhver að segja. Enn og aftur skrifar  þingmaðurinn á Facebook. Nú um sjálfan sig, skattgreiðendur og fjölmiðla. Sem betur skrifar hann ekki bara eigin skoðanir. Fréttir er líka að finna í skrifunum. Meðal annars um þrýsting sem þingmenn eru beittir.

„Reynt hefur verið að þvinga mig og fleiri í allan vetur, löngu fyrir veiruna, til að samþykkja að skattgreiðendur, þeir fáu sem eru eftir, greiði í beinhörðum peningum mörg hundruð milljónir til einkamiðla,“ skrifar þingmaðurinn Brynjar.

Næst má lesa þetta: „Þótt ég telji einkarekna fjölmiðla mikilvæga á ég ekki við þá „einkafjölmiðla“ sem eru um skoðanir einstakra manna, svona eins manns fjölmiðill, eins og algengt er nú um stundir. Slíkir fjölmiðlar, sem endurskrifa fréttir frá öðrum að mestu auk þess að deila skoðunum sínum með okkur, eru þeir sem styrkja á helst.“

Á hann við Miðjuna? Örugglega og vonandi og kannski fleiri. Hið minnsta skrifar  hann skrifar í fleirtölu. Miðjan hefur gagnrýnt málflutning Brynjar. Enda hefur verið ítrekuð ástæða til.

Svo kemur stórkostlegt innlegg frá einum af þingmönnum ríkisins sem fagnar drjúgri launahækkun.  „Svona álíka gáfulegt að að skattgreiðendur færu að greiða mér fyrir að troða skoðunum mínum óumbeðið yfir heiminn á fésbókinni. Hvað kostar annars að stofna fjölmiðil?“

Brynjar, þú færð á aðra milljón á mánuði frá þeim fáu skattgreiðendum sem eftir eru, eins og þó orðar það sjálfur.

Svo er annað. Það er vont fyrir Ríkisútvarpið að eiga sitt undir fólki eins og Brynjari. Nú stendur til að aðrir fjölmiðlar verði  í ámóta stöðu gagnvart þingmönnum. Það er slæmur kostur. Miðjan verður utangarðs en ætlar samt að hanga á króknum. Þó ekki væri nema til þess að angra Brynjar. Og kannski fleiri.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: