- Advertisement -

Dagur verður verndari: „Ramp up Europe“

Allar borgirnar tóku erindinu vel og fyrsti fundurinn til að fylgja málinu eftir var í opinberri heimsókn Anne Hidalgo borgarstjóra Parísar til Reykjavíkur.

„Að frumkvæði Haraldar Þorleifssonar startaði Reykjavíkurborg samstarfsverkefninu „Römpum upp Reykjavík“ sem fljótlega varð að samstarfsverkefni fleiri aðila í verkefninu  „Römpum upp Ísland“.  Borgarráð samþykkir hér þá beiðni að að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri verði verndari verkefnisins „Ramp up Europe“  þar sem hans hlutverk yrði að koma á tengslum við aðrar borgir og vinna að framgangi verkefnisins,“ segir í bókun meirihlutaflokkanna í borgarstjórn.

„Haraldur Þorleifsson hafði sem kunnugt er frumkvæði að verkefninu Römpum upp Reykjavík, sem í fyrstu byggði á samstarfi við Reykjavíkurborg en síðar fjölmarga fleiri. Í kjölfar velgengninnar varð til verkefnið Römpum upp Ísland. Haraldur hafði á dögunum frumkvæði að því að borgarstjóri kannaði grundvöll fyrir því að færa verkefnið út fyrir landssteinana. Haraldur hefur tryggt sér vilyrði fyrir fjármögnun en hlutverk borgarstjóra yrði á koma á tengslum við aðrar borgir, í fyrstu í tilraunskyni, en verkefnið gæti orðið umfangsmikið þegar fram í sækir.

Á fundi borgarstjóra í Brussel á dögunum átti borgarstjóri fundi með Anne Hidalgo, borgarstjóra Parísar, Karin Wanngård borgarstjóra Stokkhólms og Andriy Sadovyi borgarstjóra Lviv í því skyni að kanna áhuga þeirra á að vera með í ofangreindu tilraunaverkefni. Allar borgirnar tóku erindinu vel og fyrsti fundurinn til að fylgja málinu eftir var í opinberri heimsókn Anne Hidalgo borgarstjóra Parísar til Reykjavíkur. Átti hún meðal annars fund með Haraldi ásamt borgarstjóra og Lamiu El Aaraje, aðstoðarborgarstjóra Parísar sem ber ábyrgð á aðgengismálum, og var niðurstaða fundarins að Haraldur fór til Parísar til fundar við lykilfólk til að gera verkefnið að veruleika.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Lagt er til að borgarráð samþykki að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri verði verndari verkefnisins „Ramp up Europe“ og leggi því lið með því að koma á tengslum við borgir sem áhuga kunna að hafa að því að taka þátt. Borgarráð verði upplýst um framgang verkefnisins eins og tilefni er til.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: