- Advertisement -

Davíð bar ábyrg á Icesave í bak og fyrir

„Átakanlegt er það ekki orðið yfir frammistöðu og fullyrðingaflaum forsetaframbjóðandans á síðum útbreiddasta áskriftarblaðs landsins – eina? – þegar hann fullyrðir amk einu sinni í viku að hann hafi bjargað þjóðinni frá Icesave ásamt vinum sínum Ólafi Ragnari og Sigmundi Davíð?“

Þannig skrifar Svavar Gestsson um Davíð Oddsson, sem hann nefnir þó aldrei á nafn, en kallar hann aldrei annað en forsetaframbjóðandann.

Svavar vitnar í skrif Davíðs frá því í gær og skrifar: „Hann segir í dag: „Sá hræðsluáróður var jafnvel verri en hin ömurlega tilraun til að hræða Íslendinga vegna Icesave.“

Þetta er átakanlegt vegna þess að stjórnmálastefna forsetaframbjóðandans bjó til Icesave með því að innleiða frjálshyggjuna í efnahagskerfi landsins. Átakanlegt líka vegna þess að hann skrifaði sjálfur undir yfirlýsingu um að semja ætti um Icesave. En hrapallegast er þó fyrir hans málflutning að Landsbankaeignir kláruðu Icesave. Að vísu varð Icesave dýrara en hefði þurft að vera af því að ekki var samið, 50 miljörðum króna dýrara varð samningsleysið en samningar um málið eins og komið hefur fram í greinum Indriða H. Þorlákssonar. Forsetaframbjóðandinn mætti gjarnan skoða sinn eigin farveg og muna eftir prósentunum þrettán sem hann fékk áður en mikið lengra er haldið; hann var höfundur Icesave og aðalábyrgðarmaður i bak og fyrir.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: