- Advertisement -

Davíð gaf gjöf sem hann átti ekki

Skúli Thoroddsen skrifaði:

„Á Norðurlöndum liggur ljóst fyrir að opinberar gjafir sem þarlendum embættismönnum og ráðamönnum eru gefnar í vinarskyni frá útlenskum þjóðhöfðingjum eða fulltrúum erlendra þjóða eru eign viðkomandi ríkis, bograr eða embættis eftir atvikum, en verður ekki einkaeign þess sem tekur við gjöfinni og fer með viðkomandi embætti eða starf hvert sinn.

Nú hefur Davíð Oddsson fv. borgarstjóri af gjafmildi sinni ákveðið að gefa SUS -Sambandi ungra sjálfstæðismanna gjöf sem „hann“ fékk frá Mikhaíl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986. SUS hyggst bjóða gjöfina upp um helgina á landsfundi flokksins. Þá höfum við það,“ skrifar Skúli Thotoddsen.

Þetta er hinn veglegasti gripur, ekkert slor, sem vel ætti heima í Höfða til minningar um fundinn fræga 1986, og ætti ekki að vera einkamál hvorki Davíðs né SUS.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjálfum þykir mér dapurlegt að lesa milli línanna hvernig stuttbuxnadeild flokksins bukkar sig og beygir og þakkar hinum mikla leiðtoga höfðinglega gjöf, gjöf sem annar aðil á með réttu, nefnilega Reykjavíkurborg.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: