- Advertisement -

Davíð kyndir enn ófriðarbálið

Ef stjórn­ar­flokk­arn­ir eru ákveðnir í að fylgja þessu Hara-Kiri áfram allt til loka, þá verða þeir að horf­ast í augu við af­leiðing­ar þess.

Davíð Oddsson er hvergi hættur og skrif Halldórs Blöndal hafa alls ekki hægt á ritstjóranum. Davíð kýs nú að gera skrif Ívars Pálssonar, stuðningsmanns síns, að sínum í Stakteinum dagsins. Æ fleiri, fyrrum dyggir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, virðast horfa vonaraugum til Miðflokksins.

Úr Staksteinum dagsins:

 „Hví fóstr­ar rík­is­stjórn­in and­stæðinga sína, en svík­ur vilja kjós­enda sinna í orkupakka­mál­inu, sem viðhorfs­könn­un MMR í byrj­un maí sýn­ir skýra and­stöðu þeirra við málið?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kjós­end­ur VG og Fram­sókn­ar­flokks­ins standa a.m.k. tveir á móti ein­um gegn samþykkt Þriðju orku­til­skip­un­ar ESB. Kjós­end­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins eru að sama skapi 90% fleiri á móti held­ur en fylgj­andi orkupakk­an­um.

Sam­fylk­ing­arn­ar, Sam­fylk­ing og Viðreisn, fylgja ESB-orkupakk­an­um alla leið til Brussel […] Því er óskilj­an­legt af hverju rík­is­stjórn­in fóstr­ar þessa nöðru við brjóst sér eins og Róm gerði forðum.

Hver og einn kjós­andi Miðflokks­ins (100%) stend­ur gegn Orkupakk­an­um skv. þess­um niður­stöðum MMR.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hunsaði ekki aðeins vilja kjós­enda sinna, held­ur réðst að grasrót sinni með offorsi, á meðan formaður­inn dró sig al­ger­lega úr þeim bar­daga vegna fyrri yf­ir­lýs­inga um and­stöðu við orkupakk­ann. Þar að auki er látið eins og ald­ur kjós­end­anna hafi eitt­hvað með þetta að gera, en svo er ekki: jafn­vel niðurstaðan yfir allt (þ.m.t. Samfó-flokk­arn­ir) er sú að 18-29 ára eru 47% fleiri á móti Orkupakk­an­um en fylgj­andi hon­um.

Ef stjórn­ar­flokk­arn­ir eru ákveðnir í að fylgja þessu Hara-Kiri áfram allt til loka, þá verða þeir að horf­ast í augu við af­leiðing­ar þess. En und­ir­liggj­andi ástæða þess­ar­ar aðgerðar er flest­um hul­in og lýsi ég hér með eft­ir henni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: