- Advertisement -

Davíð styður Miðflokkinn

„Sjálfsagt er að leyfa slík­um mál­um að gerj­ast vel í umræðunni.“

Davíð Oddsson, ritstjóri Moggans og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins sem og forsætisráðherra, leggur Miðflokknum til stuðning við málþófið, eða þingumræðu þingmanna Miðflokksins.

„Inni­hald umræðunn­ar er aðal­atriðið og hvort næg umræða hafi farið fram og hvort öll­um álita­efn­um hef­ur verið svarað. Þá hef­ur þýðingu, ekki síst þegar um mál eins og þriðja orkupakk­ann er að ræða, þar sem meiri­hluti al­menn­ings er á önd­verðum meiði við meiri­hluta þings­ins, að umræðan hafi skilað sér til al­menn­ings og að hann hafi fengið gott tæki­færi til að setja sig inn í mál­in,“ má lesa í Staksteinum dagsins í dag.

Miðflokksmenn hafa sætt mikilli gagnrýni vegna allrar þeirrar umræðu sem þeir hafa staðið fyrir og sagðir hafa hertekið Alþingi. Á meðan komist önnur mál ekki að. Davíð er ósammála þessu. Honum er orkupakkinn ofarlega í huga og hann nánast hvetur til frekar umræðna á þingi:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Sjálfsagt er að leyfa slík­um mál­um að gerj­ast vel í umræðunni og þegar ekk­ert ligg­ur á en mál er mjög um­deilt, líkt og á við um þriðja orkupakk­ann, er eðli­legt að leyfa umræðunni að taka sinn tíma, inn­an þings sem utan.

Í liðinni viku gerðist það til dæm­is að ráðherr­aráð ESB samþykkti fjórða orkupakk­ann. Ísland þarf að taka af­stöðu til hans á allra næstu miss­er­um.

Aug­ljóst er að ýt­ar­leg umræða þarf að fara fram um hann áður en þingið af­greiðir þriðja orkupakk­ann, enda halda ýms­ir því fram að fyrri orkupakk­ar séu sér­stök rök­semd fyr­ir samþykkt þeirra næstu,“ segir í Staksteinum dagsins.

Fundur hefst á Alþingi klukkan þrjú í dag. Byrjað verður að ræða þriðja orkupakkann. Einungis þingmenn Miðflokksins eru á mælendaskrá eins og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: