- Advertisement -

Dómaramálið snýst um spillingu

Hættið að níða niður dómstólinn fyrir að benda á að keisarinn er ekki í neinum fötum.

Sigríður Guðmarsdóttir skrifaði fína grein sem nú birtist hér:

Hefur Hrunið tekið enda? Eða erum við Íslendingar sem þjóð enn í hægu hruni þess að standa ekki undir okkur sem þjóð?

Dómaramálið í Landsrétti snýst um stjórnarfarslega spillingu. Málið á eftir að kosta þjóðina mikla peninga en þær upphæðir eru hjóm eitt miðað við álitshnekkinn og trúnaðarbrestinn sem það hefur í för með sér. Þetta er áfellisdómur yfir öllum þeim þingmönnum sem samþykktu, studdu og liðu ákvörðunina, og þá sérstaklega ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokka núverandi og síðustu ríkisstjórnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum


Ég hef ekki heyrt eina manneskju, hvað þá stjórnmálaflokk játa það opinberlega að hafa gert mistök í þessu máli, hvorki ráðherra né þingmenn.

Ég þekki gott fólk í öllum flokkum og ég trúi því einlæglega að fólk geti lært og að spillingu sé hægt að uppræta. En þá þarf fólk að vilja læra og hafa hugrekki til að standa á móti ruglinu, ganga í sig, gangast við mistökum, stefna að því að gera betur í framtíðinni. Ég hef ekki heyrt eina manneskju, hvað þá stjórnmálaflokk játa það opinberlega að hafa gert mistök í þessu máli, hvorki ráðherra né þingmenn.

Ef stjórnmálakúltúrinn á Íslandi breytist ekki, þá töpum við að lokum eigin sjálfstæði af því að við höfum ekki burði lengur til að vera sjálfstæð þjóð. Það eina góða og jákvæða sem getur komið út úr Landsréttarmálinu er meira gagnsæi, meiri gagnrýnin hugsun, betra stjórnmálasiðferði og minni hollvinahygli.

Og hættið svo að níða niður Mannréttindadómstólinn fyrir að benda á að keisarinn er ekki í neinum fötum.

Greinin birtist á Facebooksíðu Sigríðar. 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: