- Advertisement -

Dómari ruglar saman orsök og afleiðingu

…að lögum má víkja til hliðar
þegar þau eru til óþæginda…

Marinó G. Njálsson skrifar:

Orsök og afleiðing! Hér stígur dómari fram og hann gerir ekki greinarmun á orsök og afleiðingu. Hvernig getur hann dæmt í málum, þar sem mikilvægt er að skilja orsakasamhengi hluta, ef hann skilur ekki að dómur MDE er afleiðing, ekki orsök.

Það var ekki MDE sem setti íslenskt réttarkerfi í uppnám. MDE gerir ekkert annað en að benda á að afgreiðsla ráðherra og Alþingis í byrjun júní 2017 hafi verið röng, brot á lögum, pólitísk íhlutun í málefni dómstóla og þar með ógn við sjálfstæði þeirra. MDE benti á það sama og fjöldi aðila gerði í byrjun júní 2017 og þar á meðal ég, að vegna rangrar málsmeðferðar væri stöðu Landréttar stefnt í voða.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Marinó G. Njálsson.
MDE gerir ekkert annað en að benda á að afgreiðsla ráðherra og Alþingis í byrjun júní 2017 hafi verið röng, brot á lögum.

Ég skrifaði 6. júní 2017, þegar menn voru að velta fyrir málsóknum, þeirra sem var skipt út: „Verð að viðurkenna, að ég hef nú aðrar áhyggjur af þessu, en lögsóknir þeirra sem duttu út. Mínar áhyggjur snúa að því að skipan dómara í Landsrétt sé í reynd ógild, þar sem ekki var farið að lögum við framlagningu tillögu dómsmálaráðherra (og síðan afgreiðslu Alþingis)…Mínar áhyggjur snúa sem sagt að því að dómurinn sé ekki starfhæfur, þar sem við samþykki Alþingis á dóm[ur]um var ekki staðið rétt að málum.“

Það þurfti svo sem ekki aðila ótengda Sjálfstæðisflokknum til að benda á, að ekki hafi verið farið að lögum, því Birgir Ármannsson, sem ég kalla stundum „götusópara“ þingflokks Sjálfstæðisflokksins, viðurkenndi í viðtali við RÚV 3. júní að Alþingi hafi ekki farið að lögum. Í frétt um viðtalið segir:

„Birgir segir að menn geti haft sínar skoðanir á því, hvort það sé óheppilegt að Alþingi hafi ekki greitt atkvæði um hvern dómara fyrir sig, líkt og lögin segja til um.“ (Sjá: http://www.ruv.is/…/birgir-medferd-althingis-i-samraemi-vid…)

Þetta atriði gengur gegn ákvæðum 59. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem segir: „Skipun dómsvaldsins verður eigi ákveðin nema með lögum.“ Sem sagt fylgja skal fyrirmælum laganna, en ekki það sem forseta þingsins eða þingflokksformönnum dettur í hug.

Svo er rétt að horfa til 70. gr. stjórnarskrárinnar:

„Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli.“

MDE bendir á þetta síðasta „óháðum og óhlutdrægum dómstóli“ og tekur undir með málshefjanda að málsmeðferð ráðherra og Alþingis hafi sett þetta atriði í uppnám.

Það eru sem sagt tvær greinar stjórnarskrárinnar sem styðja niðurstöðu MDE!

Dómarinn gefur hins vegar í skyn, að í lagi sé að víkja frá lögum, stjórnarskrá og Mannréttinda sáttmálanum, ef það leiðir til hagkvæmni! Næst er að senda brotmenn bara beint í fangelsi, vegna þess að það kostar svo mikið að rétta yfir þeim. Óháð og óhlutdrægt réttarkerfi kostar peninga. Mannréttindi kosta peninga. Að dómari sé tilbúinn að láta ranga skipun Landsréttar standa, vegna þess að það skapar glundroða í stutta stund, er ótrúlegt og sýnir að hann ber ekki mikla virðingu fyrir lögum.

http://www.ruv.is/…/telur-dom-mde-vera-nyja-tegund-oskapnad…

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: