- Advertisement -

Dómsmálaráðherra nýtur ekki trúnaðar

Kristján Guy Burgess skrifar á Facebook:

Ríkisstjórnarflokkarnir eiga enga undankomu aðra en að setja dómsmálaráðherra af ef hún fer ekki sjálfviljug. Landsréttur er óstarfhæfur, óvissa um niðurstöðu fjölda dóma, þar á meðal stærstu sakamála, afplánun fanga sem dómararnir hafa dæmt er í uppnámi.

Meint áfrýjun til yfirréttar MDE er í besta falli bjarmalandsför með tilheyrandi langdreginni óvissu og litlum líkum á árangri. Dómsmálaráðherra nýtur ekki trúnaðar til að leysa úr þessari flækju eftir endalaus klúður í málinu og það verður að hleypa öðrum að.

Kristján Guy var aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar í utanríkisráðuneytinu. Eiginkona Kristjáns er Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður Vinstri grænna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: