„…sú umræða sem Miðflokkurinn hefur haft í frammi og almenningur í stórum stíl…“
Þorgrímur Sigmundsson þingmaður Miðflokksins.
Alþingi: „Við förum í fimm ára pásu í veitingu leyfa til hælisleitenda og þá erum við komin með miklu meira fjármagn en það sem á að setja í einhverja meinta innspýtingu í samgöngukerfinu og getum farið í raunverulega innspýtingu í samgöngukerfinu upp á tugi milljarða á fáum árum. Það er samhengi hlutanna sem við erum að ræða,“ sagði Þorgrímur Sigmundsson þingmaður Miðflokksins.
Eins og segir hér að ofan vill Þorgrímur spara peninga með því að læsa landinu og þá; „…en það sem á að setja í einhverja meinta innspýtingu í samgöngukerfinu og getum farið í raunverulega innspýtingu í samgöngukerfinu upp á tugi milljarða á fáum árum.“
„…nálgast umræðu þá sem Miðflokkurinn hefur haft í frammi.“
Best að gefa Þorgrími orðið:
„Ég ítreka þó, herra forseti, að það ber að þakka að umræðan skuli vera að færast smám saman nær og nær þeim málflutningi sem við Miðflokksmenn höfum haft í frammi alveg frá stofnun flokksins og verið oft og tíðum umdeild og gagnrýnd og jafnvel höfum við fengið á okkur ákveðin uppnefni á köflum. Það er til að mynda stutt síðan að þetta var kölluð einangrunarstefna. Ýjað var að því að þetta væru rasísk viðhorf en nú eru stjórnmálamenn og flokkar sem kenna sig við frjálslyndi, í það minnsta eins og þeir sjálfir skilgreina frjálslyndi, að nálgast umræðu þá sem Miðflokkurinn hefur haft í frammi,“ þingmaðurinn Þorgrímur.
Áfram með Þorgrím: „Eitt dæmi um það er í þessu frumvarpi hér sem ber að fagna og ber að þakka hæstvirtum ráðherra fyrir það. Það er hin svokallaða séríslenska regla, að fella niður þessa 18 mánaða reglu. En það er mjög stutt síðan að þegar Miðflokkurinn var að tala um þetta þá var það kallað mannvonska. Mannvonska var það sem var sagt beint framan í okkur. Það væri bara ekki hægt annað en að hafa þetta inni, fólk væri búið að vera hér svo lengi, það væri búið að aðlagast, setjast hér að, jafnvel farið að taka þátt í samfélaginu og því yrði þetta bara að vera svona. Það er augljóslega breytt, sem er vel.
„því fæstir eru að koma til Íslands sem fyrsta áfangastaðar.“
Það skyldi þó ekki vera í ljósi þess hvernig þetta er að þróast, eins og ég nefndi, að fimm ára hugmyndin verði innan fárra ára eitthvað sem fleiri flokkar á Alþingi geta hugsað sér að ræða og jafnvel taka undir. Ég spái því hér og nú að sú verði raunin, að þess sé ekki svo langt að bíða að við séum raunverulega tilbúin að ræða einhverjar slíkar leiðir.
Eins verður að ræða þetta í samhengi við hversu margir eru að koma hingað til lands og hversu hátt hlutfall þeirra er sem hafa haft viðkomu í öðru öruggu ríki á leiðinni því fæstir eru að koma til Íslands sem fyrsta áfangastaðar. Það er einfaldlega ekki raunin. Þess vegna velti ég fyrir mér í þessu samhengi hversu hátt hlutfall kemur hingað þar sem Dyflinnarreglugerðin til að mynda á ekki við.
Ég sagði, herra forseti, að ég skyldi ekki lengja mikið í þessari umræðu en það er mjög mikið fagnaðarefni að hún skuli vera að síast inn í hina pólitísku umræðu, sú umræða sem Miðflokkurinn hefur haft í frammi og almenningur í stórum stíl hefur tekið undir að þurfi að bregðast við, og skuli nú vera smám saman að verða að frumvörpum hinna meintu frjálslyndu flokka.