- Advertisement -

Drukkum drjúgt í janúar

VIÐSKIPTI Sala áfengis var mun meiri í janúar í ár samanborið við sama mánuð í fyrra.

Velta áfengisverslunar var 11,6% meiri en á sama tíma í fyrra á breytilegu verðlagi. Verð áfengis hækkaði um 1% í janúar frá fyrri mánuði en um 0,8% borið saman við fyrra ár. Breytt fyrirkomulag við skattheimtu áfengis tók gildi um áramótin þegar áfengi fór í neðra þrep virðisaukaskatts en áfengisgjald hækkaði á móti, er tilgangur breytinganna að auka skilvirkni skattheimtunnar. Einn fylgifiskur breytinganna er að ódýrt áfengi hækkar hlutfallslega í verði á móti dýru áfengi en breytingarnar fela í sér að áfengislítrar eru skattlagðir af meiri þunga en útsöluverð.

Afnám tolla sést ekki í verði

Verslun með föt og skó var í minna lagi í janúar samanborið við janúar 2015 en fataverslun dróst saman um 2,3% og skóverslun minnkaði um 8,3%. Um áramótin voru tollar af fatnaði felldir niður en þess gætti þó ekki í verðlagi fatnaðar í janúar enda eldri vörur jafnan seldar á janúarútsölum. Verðlag á fatnaði hækkaði um 0,7% frá janúar í fyrra en lækkaði um 12,7% frá desember síðastliðnum vegna útsala.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mublur seldust grimmt

Húsgagnaverslun í janúar var 31% meiri en í sama mánuði í fyrra og hefur vaxið stöðugt undanfarna mánuði. Þannig hefur velta síðustu sex mánaða verið 20,6% meiri en á sama tímabili 12 mánuðum fyrr. Verð húsgagna hefur farið lækkandi og var 5,2% lægra í janúar samanborið við janúar í fyrra en það þýðir ásamt veltuaukningunni magnvöxt um 38% frá janúar í fyrra.

Sjá nánar á vef Samtaka verslunar og þjónustu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: