- Advertisement -

Dýrara að kaupa inn í Reykjavík

Neytendur Miðjan gerði óformlega verðkönnun á nokkrum nauðsynjavörum í Reykjavík og í Stokkhólmi. Farið var í vinsælar lágvöruverðsverslanir í báðum borgum.

Fyrst var farið að kæliborði þar sem teknar voru kjúklingabringur í körfuna. Í Stokkhólmi kostuðu þær 89 sænskar, sem er um 1.510 íslenskar. Það er til muna ódýrara en hér á landi, ódýrustu bringurnar hér kostuðu 2.095 kílóið.

Þá var það kælivaran. Léttmjólk varð fyrir valinu. Í Stokkhólmi var verðið 8,65 sænskar, eða um 147 íslenskar, sem er mun hærra en í Reykjavík, þar sem verðið er 124 krónur. Einn og hálfur lítri af kóki kostaði 15,50 sænskar eða um 263 krónur íslenskar, en í Reykjavík var verðið mun lægra eða 198 krónur.

Bananar eru sívinsælir. Kílóið ytra kostaði 16,90 sænskar, eða um 287 íslenskar. Hér kostaði kílóið af banönum talsvert minna, eða 249 krónur. Merkilegt þar sem við erum fjær ræktunin og því ætti flutningskostnaður að vera meiri og það ætti að koma fram í verðinu. En samt, bananar eru ódýrari á Íslandi en í Svíþjóð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við og Svíar þvoum okkar þvott og notum til þess Nautral þvottaefni. Samskonar umbúðir kosta 813 íslenskar í Stokkhólmi en 759 í Reykjavík. Ódýrara hér, enn og aftur þrátt fyrir fjarlægðina.

Sykur fór síðastur í körfuna. Og hvað? Vá, þvílílkur munur. Til að kaupa tvö kíló í Stokkhólmi þarf að punga út sem nemur 336 íslenskum krónum, en sléttum fimm hundruðkalli meira hér, eða 836 krónum. Sennilega ber að þakka sykurskattinum þetta.

Þegar allt var gert upp, kostaði þetta allt í Stokkhólmi 197,75 sænskar, sem eru um 3.356 íslenskar en 4.261 í Reykjavík.

Niðurstaðan, það er um fjórðungi dýrara að kaupa þessar vörur Í Reykjavík en í Stokkhólmi.

Allar vörur og umbúðir eru sambærilegar. Ekkert tillit er tekið tilk kaupmáttar, sem þyrfti að gera ef vel á að vera.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: