- Advertisement -

Dýrari rekstur eftir sameiningu

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, systir Sigmundar Davíðs, tók sæti á Alþingi í gær, í fjarveru Gunnars Braga Sveinssonar, og flutti jómfrúrræðu sína. Um fyrirhugaða sameiningu Seðlabanka og Fjármálaeftirlits.

„Það hefur verið sýnt fram á að í meiri hluta tilfella sem fyrirtæki eru sameinuð nást ekki fram þau markmið sem stefnt var að þannig að um vandasamt verk er að ræða sem þarf að hafa skýra stefnu og sýn til að vel til takist,“ sagði Nanna Margrét.

„Í umsögn Samtaka atvinnulífsins kemur einmitt fram að sagan hafi sýnt að útgjöld ríkisins hafa tilhneigingu til að aukast við sameiningu stofnana, já, aukast, ekki einu sinni standa í stað. Í öðrum umsögnum, samanber umsögn frá Samtökum fjármálafyrirtækja, sést að skýrleika í gjaldtöku er ábótavant. Í frumvarpinu kemur fram að gjaldtaka Seðlabankans skuli miðuð við að hún standi undir kostnaði við þá þjónustu sem veitt er og þar er minnst á ýmsa skýra og afmarkaða þjónustuþætti, en í lok upptalningarinnar kemur liður sem kallaður er rekstur fjármálainnviða. Ég velti fyrir mér hvort einhver viti hvað falli þar undir. Það hefði þurft að skilgreina betur í greinargerð með frumvarpinu hvað fellur þar undir því að óbreytt er þetta nánast opinn tékki fyrir hina sameinuðu stofnun og fyrirsjáanleikinn þar af leiðandi mjög takmarkaður fyrir viðskiptavininn,“ sagði Nanna Margrét.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: