- Advertisement -

Dýravernd góða fólksins

Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra, skrifar grein í Mogga dagsins.

„Meira en skilj­an­legt er að fólk vilji var­ast eins og kost­ur er að hval­veiðar séu stundaðar með þeim hætti að ekki sé hægt að taka dýr­in af lífi jafn skjótt og væru þau leidd í slát­ur­hús. Þannig er það ein­fald­lega. Auðvitað væri ákjós­an­leg­ast að skjóta bara eitt skot – og dýrið dautt. Þannig sef­ast sam­visk­an best. Dauðastríðið stutt – og dauðinn vís. Þannig vill gott fólk að verki sé staðið. En fátt gott fólk skýt­ur víst hvali!

Laxveiðar góða fólks­ins

Gott fólk stund­ar hins veg­ar laxveiðar. Þar bít­ur lax­inn á flugu, spún eða maðk. Berst svo fyr­ir lífi sínu og svona tutt­ugu upp í fjöru­tíu mín­út­ur – jafn­vel leng­ur. Eyðir til þess öllu sínu þreki og allri sinni orku. Flýr frá veiðistað til veiðistaðar niður og upp árn­ar með krók­inn í kjaft­in­um uns þrekið loks­ins þrýt­ur. Upp­gef­inn læt­ur lax­inn svo hinn góða veiðimann draga sig að landi. Þar er hann tek­inn – ým­ist skor­inn á háls eða hon­um bara sleppt. Það vill gott fólk allra helst. Svo góðir veiðimenn geti end­ur­tekið leik­inn. Sami lax­inn orðið bráð fyr­ir ann­an góðan veiðimann. Þjáðst aft­ur. Misst aft­ur alla sína lífs­orku. Kval­ist aft­ur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Loðnu­veiðar góða fólks­ins

Ekki nóg með það. Eru ekki góðir menn að tak­ast á við aðrar nytja­skepn­ur sjáv­ar en bara hvali? Jú vissu­lega. Til dæm­is loðnu. Sækj­ast til þess að taka úr henni fóst­ur­vís­ana fyr­ir góða út­lend­inga að éta. Dauða skrokk­ana líka. Svo ná megi þeim mark­miðum eru hjarðir af loðnu fangaðar í nót. Þrengt þar að þeim með sam­drætti veiðarfær­is þar sem beitt er sömu aðferðum og ef góða fólk­inu væri safnað sam­an í stöðugt þrengri hjarðir ein­fald­lega til þess að tak­marka aðgengi þess að súr­efni lofts­ins sem í til­felli loðnunn­ar er súr­efni hafs­ins. Þrengt meira og meira að hjörðinni, tak­markað lífs­get­una meira og meira uns mark­inu er náð. Loðnan kæfð til dauða við skips­hlið eða um borð – og fóst­ur­vís­ana hægt að éta.

Hrein­dýra­veiðar góða fólks­ins

Og hvað um góða fólkið, sem held­ur á hrein­dýra­veiðar á Íslandi. Er þar ekki allt með besta lagi? Öll dýr snar­drep­in hratt og fljótt? Eng­in þján­ing – svo gott fólk geti étið sátt. Mjólk­andi hrein­dýrskúm slátrað. Á ör­skots­stundu. Svelt­andi kálfarn­ir tóra áfram. Deyja svo úr hungri. Nema hvað? Ekki drepn­ir af góðu fólki. Deyja samt!

Dýra­vernd er nauðsyn

Nei. Dýra­vernd er nauðsyn. Góður dauði dýrs fyr­ir gott fólk. Svo gott geti verið að éta! Gott geti verið að tjá sig! Gott geti verið að varðveita eig­in gæði!“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: