- Advertisement -

Ef Bjarni nennti að reikna dæmið til enda

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, skrifar:

Bjarni virðist skv. þessu verja talsverðum tíma í að skoða reiknivél TR. Má lesa út úr svari hans að honum finnist einstaklingur með þrjú börn á framfæri hafa það bara dáldið gott hafi hann 460.000 kr. til að framfleyta sér og börnum sínum. Fjármálaráðherra gleymir alveg að spá í það að viðkomandi foreldri sé með örorkumat, það mat kemur til vegna veikinda eða fötlunar, s.s. viðkomandi hefur mjög takmarkaða möguleika og í sumum tilfellum getur alls ekki unnið neitt, sökum heilsuleysis eða fötlunar.

Í öðru lagi er viðkomandi að ala upp 3 börn, sem er auður í okkar samfélagi og eðlilegt að styðja viðkomandi á allan mögulegan hátt til að börnin hafi sömu tækifæri og börn annarra t.d. börn Bjarna sjálfs. Í þriðja lagi þá er dýrt að halda heimili fyrir 4 einstaklinga á Íslandi í dag. Má nefna að húsaleiga er há, matvara er dýr, klæðnaður kostar líka og svo eru aðrir þættir s.s. íþróttir og tómstundir sem börn og fullorðnir eru almennt notendur að. Þá á eftir að taka inn kostnað vegna læknisþjónustu og lyfjakostnað sem og kostnað vegna hjálpartækja.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég held að ef okkar ágæti fjármálaráðherra myndi nenna að reikna dæmið til enda í stað þess að kasta framan í almenning, með hroka og yfirlæti, svona tölu þá sæi hann að 460.000 kr. duga ekki fyrir foreldri með þrjú börn á framfæri.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: