- Advertisement -

Efnahagsráðherra Íslands og vonlaus og ósanngjörn barátta unga fólksins

Sigurjón M. Egilsson:

Hvað gerir sá sem mesta ábyrgðina ber? Ekkert. Það er svarið. Hætta er á að örvænting fólks geti haft alvarlega afleiðingar.

Bjarni Benediktsson er bæði fjármála og efnahagsráðherra Íslands. Seðlabankinn gaf honum fall einkunn í morgun. Enn og aftur berst Seðlabankinn vonlausri baráttu til að róa stjórnlausan efnahag þjóðarinnar. Seðlabankinn hefur eitt vopn og notar það ítrekað.

Afleiðingarnar eru fyrst og fremst að líf þeirra þúsunda sem trúðu Bjarna fyrir síðustu kosningar að Ísland væri orðið að lágvaxtalandi. Fólkið stendur nú frammi fyrir verkefni sem það getur ekki ráðið við. Það er vonlaust. Fólkið situr í nýkeyptum íbúðum þar sem afborganir hafa jafnvel margfaldast.

Hvað gerir sá sem mesta ábyrgðina ber? Ekkert. Það er svarið. Hætta er á að örvænting fólks geti haft alvarlega afleiðingar. Það reynir á hjónabönd þegar ekkert kemst að nema svartnætti í boði stjórnvalda. Sem oft áður bíða hrægammar, á hliðarlínunni, eftir að íbúðir þessa fólks fara á frjálsa sölu eða nauðungarsölu. Allt í boði stjórnvalda.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ríkisstjórnin er lifandi dauð. Það verður að stokka spilin upp á nýtt. Það fólk sem hrakti ungt fólk út á fasteignamarkaðinn á að skammast sín. Ekki má gleyna gráðugum verktökum sem leggja eitt hundrað prósent á nýbyggðar íbúðir. Græðgin virðist endalaus. Katrín Jakobsdóttir, gerðu eitthvað.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: