- Advertisement -

Ég bendi á að svindlið og svínaríið

Takið eftir að aflaverðmætið út þessum tveimur löndunum var 100 milljónum meira en ef síldinni hefði verið landað í Íslandi.

Vilhjálmur Birgisson skrifaði:

Vilhjálmur Birgisson.

Ég veit að það er gríðarlega erfitt fyrir Heiðrúnu að vera sett í þá stöðu að þurfa að reyna að verja þennan gríðarlega verðmun á uppsjávarafla sem landað er á Íslandi eða í Noregi og Færeyjum. Hún ýjaði að því í þessum þætti að þessi gríðarlegi verðmunur sem nemur allt að 300% eigi sér allt „eðlilegar“ skýringar.

Stutta svarið yfir þessum verðmun er „bullandi skítalykt.is“

Í því samhengi vil ég rifja um tillögu sem ég lagði fram við útgerðarmenn þegar við áttum í kjaraviðræðum árið 2017 en á þeim fundi var Heiðrún þannig að henni er vel kunnugt um hana. Þessi tillaga gekk út á að fá óháða aðila til að rannsaka þennan gríðarlega verðmun og þessir óháðu aðilar myndu fá miklar heimildir til gagnaöflunar. Það er skemmst frá því að segja að útgerðarmenn sturluðust yfir þessari tillögu og var henni hafnað algerlega af útgerðarmönnum.

Ef allt er eðlilegt og skýringar séu við öllum þessum verðmun eins og framkvæmdastjóri SFS hefur ætíð haldið fram hvað verðlagningu á uppsjávarafla varðar, þá hlýtur maður að spyrja, hví ósköpunum sturluðust útgerðarmenn yfir þessari tillögu að skipa óháða rannsóknarnefnd eins og lagt var til í kjaraviðræðunum 2017?

Ég vil hins vegar benda á að svindlið og svínaríið nær alls ekki bara um verðlagningu á makríl heldur einnig loðnu og síld.

Í þessu samhengi þá er rétt að benda á frétt frá því september á þessu ári, en þar er fjallað um uppsjávarskipið Margréti EA sem landaði í tvígang síld í Noregi og fékk 127% hærra verð fyrir hana með því að landa henni í Noregi, en ekki á Íslandi.

Takið eftir að aflaverðmætið út þessum tveimur löndunum var 100 milljónum meira en ef síldinni hefði verið landað í Íslandi.

Stutta svarið yfir þessum verðmun er „bullandi skítalykt.is“

Setjum svindlið og svínaríið á verðlagningu á uppsjávarafla í samhengi við fréttina sem kom fram um daginn að búið væri að ákæra mann sem stal vörum í Bónus fyrir 1.500 kr. en refsiramminn er fangelsi í allt að 6 ár.

En verðlagningu á uppsjávarafla liggur fyrir rökstuddur grunur um stórfellt svindl á verðlagningu á uppsjávarafla eins og staðfest var í skýrslu frá Verðlagsstofu skiptaverðs. Að hugsa sér að stjórnvöld gera ekkert þrátt þennan rökstuddan grun, en ég vil koma því á framfæri að ég tók þetta mál upp við Atvinnuveganefnd fyrir nokkrum vikum og mér er það hulin ráðgáta hví atvinnuveganefnd hefur ekkert gert með málið hingað til.

Það er alls ekki bara verið að hafa fé af sjómönnum heldur samfélaginu öllu og stórundarlegt að stjórnvöld skuli ekki láta fara fram opinbera rannsókn á verðlagningu á uppsjávarafla við Íslandsstrendur eins og ég hef margoft kallað eftir!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: