- Advertisement -

„Ég blæs á þetta rugl“

Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, skrifaði:

Álfheiður Eymarsdóttir.

Gagnrýnisraddir heyrast um afglæpavæðingu sem snúa að því að lögreglumenn séu settir í þá óþægilegu aðstöðu að dæma um hvað er neysluskammtur og hvað ekki. Ég blæs á þetta rugl. Við setjum lögregluna í þessa óþægilegu aðstöðu á hverjum degi. Hún þarf sífellt að nota dómgreind sína til að greina á milli lögbrota og löglegrar en óæskilegrar hegðunar.

Er lögreglan þess ekki umkomin að greina á milli olnbogaskots og líkamsárásar? Treystum við henni ekki til þess? Og ef um mjög grátt svæði er að ræða ellegar lélega dómgreind löggæslunnar á vettvangi, þá snúa dómstólar við upphaflegri ákvörðun lögreglu. Þetta er kerfi sem við höfum orðið ásátt um. Samspil lögreglu og dómstóla. Ef þetta væri allt klippt og skorið væru löngu komin vélmenni til að sinna löggæslu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: