- Advertisement -

„Ég er því miður ekki ráðherra“

„Ég get ekki svarað fyrir aðra en mig þegar ég fullyrði að mér takist að horfa á þingmál í stærra samhengi en að það snúist um persónur og leikendur akkúrat þegar ég tala um það. Þannig snýst þetta mál ekki á nokkurn hátt um þann einstakling sem nú gegnir embætti utanríkisráðherra, enda veit ég ekki til annars en að síðustu viðbætur um bókanir við varnarsamninginn hafi ekki verið gerðar í tíð þess háttvirts utanríkisráðherra,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, á Alþingi, þegar hann mælti fyrir frumvarpi sínu og annarra óbreyttra þingmanna VG.

Gunnar Bragi.

Gunnar Bragi Sveinsson Miðflokki hafði sagt skömmu áður sagt málið sérstakt: „…ekki síst vegna þess að nú er flokkur háttvirts þingmanns farinn að ræða það hér að ráðherra málaflokksins, sem flokkurinn á greinilega erfitt með að treysta…“

„Já, það er mjög auðvelt að falla í þá gryfju sem háttvirtur þingmaður gerir og segja: Hér eru Vinstri græn búin að kasta öllum sínum hugsjónum fyrir róða. Það er hins vegar staðreynd að hér á Alþingi Íslendinga er aðeins einn flokkur sem deilir þessum hugsjónum með okkur, þ.e. að Ísland eigi ekki að vera í NATO og að hér eigi ekki að vera her. Já, við getum kallað það hvað sem er. Í það minnsta var ákveðið að taka þátt í ríkisstjórn þrátt fyrir að aðrir flokkar væru ekki sammála okkur um þetta. Þetta er ekki ríkisstjórnarmál af því að ég er því miður ekki ráðherra og ég vann þetta mál. Þetta hefur verið kynnt,“ sagði Kolbeinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: