- Advertisement -

„Ég mun sannarlega segja nei“

„Við erum að færa löggjöf á Íslandi fram um meira en 40 ár, til nútímahorfs og til samræmis við nútímaviðhorf.“

Margir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæðum sínum þegar lðg um þungarrof kom til atkvæðagreiðslu. Hér fer sýnishorn af því sem sagt var:

Birgir Þórarinsson Miðflokki: „Það á ekki að vera hlutverk stjórnvalda að rýmka svo mikið heimildir til fóstureyðinga sem verða þær mestu á Norðurlöndum ef þetta frumvarp verður að lögum. Málið er mjög umdeilt og viðkvæmt. Það á að vera hlutverk stjórnvalda að tryggja bestu fáanlegu mæðravernd og efnahagslegar og félagslegar aðstæður sem hvetja konur til að standa með lífinu. Lífinu sem guð gaf og hefur heitið okkur að blessa.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokki: „Niðurstaða meiri hluta hv. velferðarnefndar er rétt. Hún er rétt þótt hún kunni að vera erfið. Hún er rétt vegna þess að við erum hér að fjalla um lög sem þurfa að taka til og setja ramma utan um öll möguleg dæmi og atvik sem upp geta komið og orðið þess valdandi að kona íhugar þungunarrof. Við erum hér ekki að svara spurningum um hvort við eða okkar nánasta fólk fer eða fór í þungunarrof í þeim aðstæðum sem eru eða þá voru uppi.“

Ólafur Þór Gunnarsson VG: „Við erum hér að taka ákvörðun um sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Hér er um baráttumál íslenskrar kvennahreyfingar til áratuga að ræða. Það er fagnaðarefni að Alþingi Íslendinga skuli taka ákvörðun um það. Um þetta snýst þessi atkvæðagreiðsla. Við erum að færa löggjöf á Íslandi fram um meira en 40 ár, til nútímahorfs og til samræmis við nútímaviðhorf.“

Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki: „Ég verð að segja að þegar við erum að ræða jafn alvarleg mál og fóstureyðingu, að taka líf, eigum við ekki vera með slík gáttlæti hér í þingsalnum. Það á kannski við að kalla hér frammi í þegar önnur mál eru, og ég hef svo sem ekki verið saklaus af því, en undir þessum kringumstæðum eigum við ekki að gera það. Ég mun sannarlega segja nei við þessu máli.“


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: