- Advertisement -

Einstæðir barnlausir karlar verst settir

Rúmlega átta þúsund heimili fengu fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi á síðasta ári og fjölgaði heimilum í þeim hópi um 4% frá fyrra ári. Meirihluti þeirra sem þáði aðstoð voru einstæðir karlmenn sem voru um helmingur þeirra sem fékk aðstoð. Næst stærsti hópurinn voru einstæðar mæður, 26%.

Á vef Hagstofu Íslands kemur fram að árið 2013 fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306, eða 4%,  frá árinu áður. Árið 2012 fjölgaði heimilum hins vegar aðeins um 21 (0,3%) milli ára en hafði fjölgað að jafnaði um 860 árin á undan.

Langflestir sem fengu aðstoð, um 45,5%, voru einstæðir barnlausir karlmenn og þar á eftir komu heimili einstæðra mæðra, eða um 26%. Tæpur helmingur allra sem fengu aðstoð, eða 45%, voru atvinnulausir og tveir þriðju úr þeim hópi voru án bótaréttar.

Fjögur prósent þjóðarinnar búa á þeim heimilum sem fengu aðstoð, eða 13.130 einstaklingar, og þar af var 4.421 barn yngra en 17 ára sem þýðir að 5,5% íslenskra barna undir 17 ára aldri býr á heimili sem reiðir sig á fjárhagsaðstoð sveitarfélags. Fjöldi barna stendur nokkurn veginn í stað frá fyrra ári en þá bjggu 5,3% barna á þessum heimilum.

Þá nutu 8.387 heimili félagslegrar heimaþjónustu og voru fjögur af hverjum fimm heimilum heimili aldraðra.

Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: