- Advertisement -

„Einstaklingsframtak og náttúruvernd er samspil“

„Einstaklingsframtakið hefur árum og árhundruðum saman haslað sér völl á hálendinu með því að bændur hafa nýtt það til beitar og búdrýginda,“ sagði Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki á Alþingi.

„Sjálfbær náttúruleg sauðfjárrækt er bændum í blóð borin og þeir þekkja landið eins og lófann á sér og enginn hefur hugað betur að velferð landsins en bændur. Einstaklingsframtak og náttúruvernd er samspil sem hefur reynst vel og við eigum að halda áfram að nýta okkur það öllum til góðs. Ég tek því undir þær áherslur sem koma fram í áliti þverfaglegu nefndarinnar sem fjallaði um málið, að hefðbundnar nytjar geti þróast með eðlilegum hætti á hálendinu,“ sagði hann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: