- Advertisement -

Ekki á stefnuskrá Framsóknarflokksins

Stjórnmál „Þetta er ekki stefnuskrá okkar í okkar framboði né heldur í samræmi við stefnuskrá flokksins. Þetta er í raun og veru bara mín skoðun á því að Reykvíkingar eigi að fá að segja um það þegar verið er að úthluta ókeypis lóðum til félagasamtaka. Auðvitað vitum öll að það er búið að taka þessa ákvörðun. Ég mundi vilja fara inn í borgarstjórn og leggja fram endurupptöku á þessu máli.  Svo er náttúrelga spurningin hvernig það færi. En við getum ekki stungið sko höfðinu í sandinn og ekki ætla að taka þessa umræðu því það koma beiðnir um aðrar ókeypis lóðarúthlutanir í Reykjavík“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík í viðtali á Útvarpi Sögu, þegar hún talaði um afstöðu sína til byggingar Mosku í Reykjavík.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: