- Advertisement -

Ekki „íþyngjandi“ aðgerðir

Ragnheiður Elín Árnadóttir.

„Það má klár­lega halda því fram að orð vik­unn­ar sé „íþyngj­andi“. Sitt sýn­ist hverj­um um notk­un ferðamálaráðherra á orðinu um bíla­leig­una Procar. Miðað við þau brot sem virðast hafa verið fram­in af stjórn­end­um og starfs­fólki þeirr­ar bíla­leigu leggst það ekki vel í land­ann að kalla aft­ur­köll­un á starfs­leyfi bíla­leig­unn­ar „íþyngj­andi“. Það er mjög skilj­an­legt, enda sönn­un­ar­gögn­in um brot­in frek­ar ótví­ræð og sví­v­irðileg. Það er þó rétt hjá ráðherra, sem ég þarf alls ekk­ert að taka und­ir, að tækni­lega út­skýr­ing­in á starfs­leyf­is­svipt­ingu er íþyngj­andi aðgerð. Ef eitt­hvað þá er ráðherra bara að vera ná­kvæm. Óheppi­lega ná­kvæm því orðavalið snert­ir skilj­an­lega rétt­lætis­kennd fólks,“ þetta skrifaði Björn Leví í grein sem birtist í Mogganum í dag.

Í febrúar 2016 var mikið rætt um kennitöluflakk og hvað væri hægt að gera til að sporna við að sömu menn stofnuðu fyrirtæki eftir fyrirtæki og keyrðu þau í þrot, aftur og aftur. Þá var Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Í frétt RÚV stendur:

„Ráðherrann óttast að það sé of íþyngjandi fyrir nýsköpunarfyrirtæki og er með annað frumvarp í smíðum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekkert var gert til að sporna við kennitöluflakki.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: