- Advertisement -

Ekki útséð með sýslumanninn og Patró

Sprengisandur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði, í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun, alls ekki útilokað að sýsmaðurinn á Vestfjörðum verði á Patreksfirði.

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, hefur rætt þetta mál í sama útvarpsþætti. Þar sagði hún meðal annars: „Það stefnir í stórkostlegar breytingar á samfélagsmyndinni. Okkur hefur tekist, eftir mikla erfiðleika, að snúa stöðunni við. Það er mikil uppbygging hjá okkur.“ Ásthildur segir að uppbyggingin sé ekki síst vegna þess að fyrirtæki, sem hafa komið sér fyrir á suðurhluta Vestfjarða, hafi horft til stofnana sem þar eru. Hún segir þá þjónustu sem nú verði jafnvel lögð af eða minnkuð hafa mikið að segja, fyrir fólk og fyrirtæki. „Þegar verður forsendubrestur þá verður forsendubrestur í öllu. Okkur finnst leiðinlegt að vera sífellt að glíma ríkisvaldið um það sama aftur og aftur. Sömu hugmyndirnar skjóta upp kollinum aftur og aftur. Það skiptir engu hvaða ráðherrar eru. Ég held stundum að þetta séu útópískar hugmyndir embættismanna um rekstur opinberra stofnanna, um að nauðsynlegt sé að spara á landsbyggðinni en ekki í Reykjavík. Það sama gerist við öll ríkisstjórnarskipti og svo þarf að hafa fyrir að tala menn ofan af þessu. Við mótmælum þessu alltaf.“

Hanna Birna sagði í dag að hugmyndir um að sýslumaðurinn verði á Bolungarvík og lögreglustjórinn á Ísafirði hafa þann galla að of stutt sé milli þessara staða. Því sé alls ekki útilokað að sýslumannsembættið verði á Patreksfirði, eða jafnvel embætti lögreglustjóra.

Hanna Birna sagði að þann tíma sem hún hefur verið gegnt embætti innanríkisráðherra hafi stofnunum, sem heyra undir ráðuneytið, verið fækkað um þriðjung.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: