- Advertisement -

Ekki verði farið gegn eignarétti

Stjórnmál Stjórnarskrárnefnd hefur opinberað fyrsti áfangaskýrslu starfa sinna. Einsog vænta mátti eru ekki allir sama sinnis þegar kemur að hvað beri að gera varðandi auðlindir. Sjálfstæðisflokkurinn á tvo fulltrúa í nefndinni, þingmennina Birgi Ármannsson og Valgerði Gunnarsdóttir. Þau bókuðu eftirfarandi:

„Um leið og tekið er undir mikilvægi þess að leiða til lykta þann langvarandi ágreining sem uppi hefur verið í þessum efnum, þá leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins áherslu á að niðurstaða verði að byggja á traustum lögfræðilegum og hagfræðilegum grunni og að ekki verði stigin skref í þessum efnum sem gangi gegn grundvallarreglum eignarréttarins eða hagkvæmri nýtingu auðlinda.“

Þau leggja áherslu á að niðurstaða verði að byggja á traustum lögfræðilegum og hagfræðilegum grunni og að ekki verði stigin skref í þessum efnum sem gangi gegn grundvallarreglum eignarréttarins eða hagkvæmri nýtingu auðlinda.

Þau segja ljóst að mikil umræða eigi eftir að fara fram um inntak og orðalag hugsanlegs ákvæðis um þjóðareign eða sameign þjóðarinnar á auðlindum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í skýrslu nefndarinnar segir um þetta meðal annars: „Ljóst er að fullveldisréttur ríkisins felur í sér víðtækar heimildir til að kveða á um tilhögun við nýtingu auðlinda innan íslenskrar lögsögu, þar á meðal vernd og/eða nýtingu. Í því efni verður þó að gæta að vernd eignarréttinda þegar um er að ræða auðlindir í einkaeigu. Jafnvel þótt auðlindir séu ekki háðar beinum einkaeignarrétti kunna atvinnuhagsmunir þeirra sem nýta auðlindir þó einnig að setja skorður við setningu reglna um auðlindanýtingu. Víðtækar heimildir ríkisins fela einnig í sér skyldu til að stýra vernd og/eða nýtingu auðlinda með ábyrgum og lýðræðislegum hætti.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: