- Advertisement -

Eldri borgarar hraktir að bjargbrúninni

Hvernig er hægt að vera fjármálaráðherra meira og minna frá árinu 2013 og horfa blákalt í augu þúsunda eldri borgara og segja: Þið hafið aldrei haft það eins gott?

Viðar Eggertsson.

„Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar setti ný lög um almannatryggingar, sem tóku gildi árið 2017, gleymdu þau þúsundum eldri borgara, lokuðu hreinlega augunum fyrir stöðu þeirra,“ sagði Viðar Eggertsson á Alþingi.

„Því má með réttu slá föstu að lögin voru miðuð við eftirlaunataka eftir 15–20 ár en ekki þau sem þurfa að lifa á eftirlaunum í dag. Þarna týndust þúsundir eldri borgara sem eftir lagasetninguna búa við óásættanlegan raunveruleika eftirlauna undir framfærsluviðmiðum og síðan þúsundir sem rétt dansa á hengifluginu, en ekkert má koma upp á svo að þau falli ekki fram af, og eru enn týndar.“

Viðar hélt áfram:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„…hin breiðu bök ríkisstjórnarinnar.“

„Ellilífeyrir er um 95.000 kr. lægri en lægstu launataxtar á vinnumarkaði, frítekjumark vegna lífeyrissjóðstekna upp á 25.000 kr. hefur ekki haggast í þessi rúm sex ár þrátt fyrir síhækkandi verðlag og launavísitölu. Lífeyrissjóðskerfið okkar hefur enn ekki náð fullum þroska og eftirlaun sjóðanna í dag eru því ekki nægjanleg til framfærslu í flestum tilfellum. Þetta á við flest eldra fólk en vissulega ekki allt. Hvernig er hægt að vera fjármálaráðherra meira og minna frá árinu 2013 og horfa blákalt í augu þúsunda eldri borgara og segja: Þið hafið aldrei haft það eins gott? Þetta segir sá einn sem getur auðveldlega týnt fólki, fólkinu sem hefur bæði lagt til hliðar í lífeyrissparnað með greiðslu iðgjalda í lífeyrissjóðina síðustu áratugina, oft af litlum efnum, og auk þess greitt eftirlaun til kynslóðarinnar þar á undan sem ekki átti þess kost að greiða í lífeyrissjóði. Þess vegna er um að ræða tvöfalda lífeyrisbyrði hjá eldra fólkinu í dag. Það eru hin breiðu bök ríkisstjórnarinnar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: