- Advertisement -

Eltumst við meinta bótasvindlara / veikjum aðrar eftirlitsstofnanir

Halldóra Mogensen:
Það er val að útiloka suma og hampa öðrum. Það er val að umhverfissóðar þurfi ekki að gjalda fyrir að eyðileggja náttúruna.

Alþingi / „Það er ekki náttúrulögmál að eldra fólk, fólkið sem byggði upp þá innviði sem við njótum góðs af, þurfi að lifa við fjárhagsáhyggjur,“ sagði Halldóra Mogensen Pírati á eldhúsdegi Alþingis í gærkvöld.

„Það er ekki náttúrulögmál að fyrirtæki sem komast undan skattgreiðslum með bókhaldsbrellum og skattaskjólstilfærslum fái að halda því áfram óáreitt og hljóti síðan aðgang að sameiginlegum sjóðum okkar allra þegar illa árar,“ sagði hún og hélt áfram:

„Forgangsröðunin er eitthvað á þá leið að eltast við bótasvindlara með umfangsmikilli upplýsingasöfnun og stífu eftirliti með bótaþegum, en svelta svo þær eftirlitsstofnanir sem eiga að fylgjast með fyrirtækjum og fjármagnseigendum, með peningaþvætti, með stórfelldum skattaundanskotum. Þessi meðvitaða vangeta kom bersýnilega í ljós þegar Ísland var fært á gráan lista FATF síðastliðið haust, þar sem við dúsum enn. Þetta þarf ekki að vera svona og þetta á ekki að vera svona.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„ Það er val að útiloka suma og hampa öðrum. Það er val að umhverfissóðar þurfi ekki að gjalda fyrir að eyðileggja náttúruna. Það er val að byggja samfélagssáttmálann á úreltu, dönsku plaggi sem festir í sessi þann valdastrúktúr sem mótar samfélagið okkar. Það er val að hunsa þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt er þetta val sem ríkisstjórnin stendur vörð um, en einnig er þetta val sem þú, kjósandi góður, hefur tækifæri til þess að breyta,“ sagði Halldóra Mogensen.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: