- Advertisement -

Endalok fram undan? Nú er gefið á garðann

Sjálfstæðisflokkurinn fékk Þjóðleikhússtjórann og Framsókn ráðuneytisstjórann. VG hefur ekkert fengið og fær kannski ekki. Það kemur í ljós. Víst er að þau fá ekki útvarpsstjórann. Sjálfstæðisflokkurinn á það embætti. Því verður ekki breytt.

Stjórnarflokkarnir haga sér sem endalokin séu framundan. Láta sem kjörbúðinni verði lokað innan skamms. Völdin séu að renna þeim úr greipum.

Jón Baldvin sagði mér einu sinni að þegar hann og Davíð hittust á fyrsta fundi í Viðey 1991, til að mynda ríkisstjórn, hafi hann sagt í upphafi að hann hefði eina frávíkjanlega kröfu. Davíð lét sem hann vissi ekkert, og spurði hver er hún? Að við sækjum um aðild að EES. Samþykkt, sagði Davíð. Hann réði nánast öllu eftir það.

Þegar Bjarni og Katrín hittust til að mynda núverandi ríkisstjórn sagðist Katrín vera með eina ófrávíkjanlega kröfu. Bjarni lét sem hann vissi ekkert, og spurði hver er hún? Að ég verði forsætisráðherra. Samþykkt, sagði Bjarni. Hann ræður nánast öllu eftir það.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Munurinn á kröfum Jóns Baldvins og Katrínar er sláandi mikill.

Katrín fékk sína helstu kröfu samþykkta. Bjarni fær nánast allt annað. Þar á meðal útvarpsstjórann.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: