- Advertisement -

Endurreist verkalýðshreyfing í fullkominni afneitun

Lífskjarasamningurinn hefur brugðist gjörsamlega. Hann er bara fagurgali á flottum pappír.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Það er erfitt fyrir láglaunafólk að horfast í augu við að lífskjarasamningurinn er ekkert annað en orðin tóm. Bara skrautfjöður í barmi ríkisstjórnarinnar. En blaut tuska framan í þá sem lægst hafa launin. Fólk horfir á launaseðilinn sinn og trúir ekki sínum eigin augum þegar það les um allar verðhækkanir sem nú eru að skella á hjá ríkinu, sveitarfélögunum og einkaaðilum. Og hækkanir sem koma verst niður á þeim lægst launuðu. Strætó er búið að hækka sín gjöld og almennt fargjald kostar núna 480 krónur og afsláttargjöld hækka líka. Hefði ekki verið hægt að hlífa þeim sem hafa ekki annan kost en að taka strætó í hvaða veðrum sem er vegna fátæktar? Nei hin harða hönd auðvaldsins hlífir engum. Slær hörðum höggum á almenning og harðast á þá sem minnst hafa.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En það þýðir ekkert að tala láglaunafólkið í kaf sem nú horfir á ástandið og er að bugast.

Hættum að fara eins og köttur í kringum heitan graut þegar kemur að gjörðum og framkomu stjórnmálaelítunnar og auðmanna. Segjum bara hlutina eins og þeir eru. Lífskjarasamningurinn hefur brugðist gjörsamlega. Hann er bara fagurgali á flottum pappír. Með skrautlegum gröfum og línuritum. Það sem er í rauninni sárast er að hin endurreista verkalýðshreyfing virðist í fullkominni afneitun á þetta og sumir tala svo fjálglega að segja að þessi lífskjarasamningur sé svo frábær að annar eins samningur hafi vart verið gerður.

En það þýðir ekkert að tala láglaunafólkið í kaf sem nú horfir á ástandið og er að bugast. Fólk er farið að tjá sig um þetta á samfélagsmiðlum. Stefphanie Rosa Bosma sem hefur allt sitt líf unnið fyrir svo lágum launum að hún lifir í fátækt með barni sínu, segir í örvæntingu sinni í upphafi árs að hún sé orðin þreytt á þessu lífi. Allt sé að hækka og ekkert breytist til batnaðar þrátt fyrir lífskjarasamninginn. Hún spyr á Facebook, „hvar er fólkið sem ætlaði að berjast fyrir okkur.“

Já hvar er fólkið sem ætlaði að berjast fyrir láglaunafólkið sem í bjartsýni barðist með og trúði á nýja fólki í verkalýðshreyfingunni! Á ekki að fara að segja upp þessum samningum? Talað er um að segja honum upp eftir marga mánuði ef forsendur hafi ekki staðist. En hvað, á láglaunafólkið að éta það sem úti frýs þangað til? Af hverju er ekki hægt að gera eitthvað strax? Hvort kemur á undan hjá verkalýðshreyfingunni velferð hennar félagsmanna, eða tölur á flottum pappír með skrautlegir grafík?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: