- Advertisement -

Engar hliðarleiðir fyrir aldraðra

Ólafur Þór Gunnarsson.

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG og mikils metinn öldrunarlæknir, sagði vegna orða Guðmundar Inga Kristinssonar:

„Við erum stöðugt að reyna að bæta stöðuna. Við erum stöðugt að reyna að tryggja að fólk fái þá þjónustu sem það á rétt á. En þá verðum við að búa þannig um hnútana að við séum ekki að búa til hliðarleiðir fyrir fólk til að geta komist fram fyrir í einhvers konar, hvað eigum við að segja, sanngirnisröð eða búa til einhverjar hliðarleiðir svo að menn geti með einhverju öðru móti en venjulegum leiðum fengið vistunarmat sitt. Það er ekki hugsunin. Það að ákveða að einhver sé kominn í þá stöðu að þurfa á varanlegri heimilisfesti á hjúkrunarheimili að halda er mjög stór ákvörðun. Hún getur verið íþyngjandi fyrir einstaklinginn, það er ekki lítil ákvörðun fyrir einstakling að fara inn á hjúkrunarheimili, og fyrir ríkið sem sér um gagnagrunninn um færni- og heilsumat er algjört grundvallaratriði að upplýsingar sem þar eru um sjúklingana séu sambærilegar og það liggi algerlega fyrir að einstaklingur sem er á biðlista eftir hjúkrunarrými hafi farið í gegnum sama matsferli og einhver annar og að ekki sé verið að kippa honum fram fyrir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: