- Advertisement -

Enn eitt fjárfestingahneyksli lífeyrissjóða

Það er löngu kominn tími á að við eigendur sjóðanna tökum þá yfir og kjósum stjórnir þeirra.

„Þetta er enn eitt fjárfestingahneykslið sem lífeyrissjóðirnir verða uppvísir að. Þeir hafa tapað milljörðum á tveimur Kísil verksmiðjum og hafa sett milljarða í ferðaþjónustufyrirtæki og hótel framkvæmdir. Fjárfestingar sem í fljótu bragði eru komnar í algjört uppnám,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vegna fréttar um aðkomu lífeyrissjóða að rekstri Allrahanda.

„Svo gera sjóðirnir það sama og venjulega. Þegja hlutina í hel nema nema eitthvað af þeim fjölmörgu hneykslismálum rati á síður stóru miðlana þá koma fram staðlaðar yfirlýsingar um hversu mikill misskilningur þetta allt saman er,“ segir Ragnar.

„Það er löngu kominn tími á að við eigendur sjóðanna tökum þá yfir og kjósum stjórnir þeirra. Ef við gerum það ekki mun spillingin þrífast og mál sem þessi munu koma upp aftur og aftur og sjóðirnir áfram misnotaðir í alls kyns brask og brall á kostnað almennings.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: