- Advertisement -

Enn er reynt að koma skólastarfi í uppnám

Bent var á að samráð hafi verið ófullnægjandi

„Enn eina ferðina hefur verið gerð tilraun til þess að koma skólastarfi í Grafarvogi í uppnám án þess að fyrir lægju nægjanlegar forsendur þegar farið var af stað með hugmyndir um að loka Korpuskóla,“ segja borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins.

„Farið var í vegferðina þrátt fyrir að fyrir lægi ítarleg úttekt ráðgjafafyrirtækisins Intellecta vegna sameininga skóla og leikskóla í Grafarvogi sem hafi leitt í ljós ýmsa vankanta á framkvæmd fyrri sameininga,“ er mat þeirra.

„Í skýrslunni voru sett fram ígrunduð varnaðarorð og rökstudd gagnrýni á sameiningarnar. Bent var á að samráð hafi verið ófullnægjandi og framtíðarsýn hafi skort. Nýta mætti betur þann lærdóm sem fá má af umræddri skýrslu. Kröftug mótmæli íbúa og foreldra ásamt athugasemdum minnihlutans í skóla- og frístundaráði þrýstu á stofnun starfshóps til að skoða sameiningarhugmyndir nánar, fyrir það ber að þakka.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: