- Advertisement -

Enn og aftur er ég í fýlu

Ef öryrkjar samþykkja ekki starfsgetumatið fá þeir ekki fleiri íbúðir .

„Ég er því miður enn og aftur í fýlu út í núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir, sérstaklega núverandi sem enn og aftur ræðst á öryrkja, veikt og slasað fólk.“

Þetta sagði Guðmundur Ingi Kristinsson á Alþingi í gær. Guðmundur Ingi er manna duglegastur að benda á það sem miður fer þegar kemur að þeim sem minnst mega sín.

En af hverju er þingmaðurinn í fýlu?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Íbúðalánasjóður hefur hafnað umsókn Brynju hússjóðs ÖBÍ um stofnframlög til að kaupa íbúðir fyrir öryrkja. 600 manns eru á biðlista hjá Brynju eftir húsnæði. Brynja sótti um stofnframlög vegna 135 íbúða með það að markmiði að fjölga íbúðum fyrir öryrkja. Um var að ræða 110 tveggja herbergja íbúðir, 24 þriggja herbergja íbúðir og eina fjögurra herbergja íbúð. Hæstvirtur félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason breytti hins vegar reglugerð um veitingu stofnstyrkja 5. desember sl. Þar kemur fram að að minnsta kosti 2/3 hlutar fjármagns eigi að renna til íbúða sem ætlaðar eru tekju- og eignalitlum eigendum á vinnumarkaði.“

Og hverjar verða afleiðingarnar?

„Það á ekki að binda enda á fátækt, draga úr ójafnrétti eins og Sameinuðu þjóðirnar segja í dag. Nei, skilaboðin frá þessari ríkisstjórn eru skýr. Ef öryrkjar samþykkja ekki starfsgetumatið fá þeir ekki fleiri íbúðir, ekki leiðréttingu lífeyrislauna aftur í tímann eins og allir aðrir hafa fengið, ekki krónu á móti krónu burt. Við höldum áfram að skerða séreignarsparnað, dánarbætur, mæðra- og feðralaun, sjúkrabætur, lífeyrissjóðslaun til áframhaldandi sárrar fátæktar. Traustið er farið, öryrkjar treysta ekki núverandi ríkisstjórn.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: