- Advertisement -

Er forysta flokksins í hópi óvina þjóðarinnar?

DO: Reyna að koma aftan að þjóðinni.

Davíð Oddsson í Reykjavíkurbréfi morgundagsins:

Hér heima eru ráðherr­ar í öðru. Í vik­unni héldu þeir „leynifund“ með þing­mönn­um sín­um um að koma orkupakka þrjú með leift­ur­sókn í gegn­um þingið. En það er ekki ör­uggt að þeir nái samt að koma aft­an að þjóðinni í mál­inu, enda geta þeir illa rök­stutt hvað fyr­ir þeim vak­ir og hvaða nauðsyn knýr þá áfram.

Það var ein­mitt vand­inn með Icesave. For­ysta Sjálf­stæðis­flokks­ins gat ekki og get­ur ekki enn út­skýrt hvers vegna hún brást óvænt í því máli og al­menn­ir flokks­menn eru því enn á verði gagn­vart henni og fylgið sem hvarf hef­ur ekki komið til baka. Það myndi ekki skaða hana núna ef hún leitaðist við að draga upp þá mynd af sjálfri sér að hún sé þrátt fyr­ir þetta ör­lagaþrungna ax­ar­skaft frem­ur í hópi vina þjóðar­inn­ar en óvina henn­ar, sem reynd­ist henni svo dýr­keypt­ur flokka­drátt­ur síðast.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: