- Advertisement -

Er Joe Biden algjört erkifífl?

Davíð Oddsson.

Davíð Oddsson, ritstjóri Moggans, dregur upp nærmynd af Joe Biden, hugsanlega næsta forseta Bandaríkjanna. Ljós er að Davíð er ekki hrifinn af Joe Biden. Lýsir honum sem lifandis kjána.

„Næst­um því hver ein­asti maður vissi það sem Biden vissi ekki, að hann væri í for­setafram­boði en ekki að sækj­ast eft­ir sæti í öld­unga­deild­inni og all­ir sem einn, nema Biden, vissu hvað ríkið þeirra hét, enda stóð það að auki á hundrað spjöld­um sem blöstu við um all­an sal og Joe var sá eini sem vissi ekki af hverju þau voru þarna,“ segir í nærmyndinni.

Demó­krat­ar hrósuðu happi þegar veir­an kom, þótt þeir myndu aldrei segja það upp­hátt, enda voru þeir svo sann­ar­lega ekki að fagna henni sem slíkri. Það var þó enn eitt sem hægt var að kenna Trump um hvernig fór, þótt verst hafi út­kom­an verið í þeim ríkj­um sem demó­krat­ar stjórna. En best af öllu var þó það, að þá var hægt að koma Joe Biden fyr­ir í kjall­ar­an­um heima í eins kon­ar sótt­kví sem all­ir gaml­ingj­ar sættu um þær mund­ir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tek­in var sú áhætta að láta hann tala við frétta­menn.

Þar gátu stuðnings­stöðvarn­ar ein­ar fengið aðkomu og látið hann svara spurn­ing­um sem búið var að senda hon­um tveim­ur dög­um áður og æfa í heima­gerðu stúd­íói. Þótt hann réði ekki við all­ar þær spurn­ing­ar þá var hægt að koma í veg fyr­ir meiri hátt­ar slys og sýna þær vand­ræðal­egu í mesta lagi einu sinni. En í vik­unni var þetta með „Biden in the bunker“ orðið veru­lega pín­legt og því ákveðið að taka nokkra áhættu og viðra hann stutt­lega og var­lega utan dyra og í eins vernduðu um­hverfi og fært var.

Tek­in var sú áhætta að láta hann tala við frétta­menn án þess að lesa hvert orð af blaði, þótt þess væri gætt að hann þyrfti helst ekki að svara spurn­ing­um.

Biden til­kynnti nokkuð óvænt að nú hefðu 120 millj­ón­ir Banda­ríkja­manna lát­ist af kór­ónu­veirunni og það væri Trump for­seta al­gjör­lega að kenna hvernig haldið hefði verið á mál­um. Þetta var auðvitað rosa­leg frétt og á heims­mæli­kv­arða.

Nú eru dán­ar­töl­urn­ar óneit­an­lega háar í Banda­ríkj­un­um, en Biden tókst með sveiflu að gera þær að hreinu smælki og draga í leiðinni at­hygl­ina ræki­lega að því, á hversu mjó­um og ótraust­um þveng for­setafram­boðið hans hang­ir.

Í fyrra sagði hann þá óvæntu stór­frétt að hann hefði farið á sín­um tíma til Suður-Afr­íku og leyst Mandela úr haldi, sem hefði auðvitað glatt þá báða. Hann gæti því næst sagst hafa náð bin Laden naum­lega með því að lemja hann með golf­kylfu, þótt hann væri bú­inn að gleyma því af hverju hann gerði það eða á hvaða holu það var, enda hreint auka­atriði.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: